Harry Maguire fyrrum fyrirliði Manchester United gekk upp að Bruno Fernandes í gær og óskaði honum til hamingju með að vera nýr fyrirliði félagsins.
Erik ten Hag tók ákvörun á dögunum um að taka bandið af Maguire enda er hann í aukahlutverki.
Maguire var svekktur með það enda hafði hann verið fyrirliði í þrjú og hálft ár en líkur eru á að hann verði seldur í sumar.
Eftir að Ten Hag kynnti það á fundi í gær að Bruno yrði nýr fyrirliði félagsins kom Maguire til hans og óskaði honum góðs gengis.
Bruno hefur ekki misst af leik vegna meiðsla frá því að hann kom til United og er í afar stóru hlutverki hjá Ten Hag.
🔴📰 | Bruno Fernandes was warmly congratulated by Harry Maguire after being named as permanent captain, with Ten Hag informing the squad of the news at a team meeting at their hotel in New Jersey yesterday morning. [@TelegraphDucker] pic.twitter.com/mVHFGHREbd
— UtdDistrict (@UtdDistrict) July 21, 2023