Jóhann Berg Guðmundsson og hans félagar í Burnley eru komnir með öflugan markmann í sínar raðir.
Um er að ræða markmanninn James Trafford sem ert 20 ára gamall og þykir vera ansi efnilegur.
Trafford er markvörður U21 landsliðs Englands og kostar Burnley 15 milljónir punda.
Hann kemur til liðsins frá Manchester City en Vincent Kompany, stjóri Burnley, er fyrrum leikmaður liðsins og þekkir til Englendingsins.
Trafford spilaði 67 leiki sem aðalmarkvörður Bolton undanfarin tvö tímabil en fær nú að reyna fyrir sér í úrvalsdeildinni.
Burnley tryggði sér sæti í efstu deild á síðustu leiktíð.