Víkingur Reykjavík er úr leik í Sambandsdeildinni eftir viðureign við sterkt lið Riga frá Lettlandi.
Riga var mun sterkari aðilinnm í fyrri leiknum og vann 2-0 heimasigur og þurftu Víkingar á afar góðum leik að halda í þeim seinni.
Það stefndi allt í að verkefnið yrði þægilegt fyrir Riga þar til á 83. mínútu er Helgi Guðjónsson kom Víkingum yfir.
Því miður var það eina mark leiksins í kvöld og Víkingar því naumlega úr leik þrátt fyrir fína frammistöðu í kvöld.
Fyrr í kvöld tryggði KA sér áfram í næstu umferð með 2-0 sigri á Connah’s Quay og vinnur samanlagt, 4-0.
Víkingur R. 1 – 0 FC Riga
1-0 Helgi Guðjónsson(’83)
KA 2 – 0 Connah’s Quay
0-1 Daníel Hafsteinsson(’16)
0-2 Elfar Árni Aðalsteinsson(’77)