Harry Kane fyrirliði Tottenham hefur tekið ákvörðun um að framlengja ekki samning sinn við félagið, hann vill fara og helst í sumar.
Kane á bara ár eftir af samningi sínum en Tottenham er nú meðvitað um það að ef hann verður ekki seldur í sumar þá fer hann frítt eftir ár.
FC Bayern hefur lagt fram tvö tilboð í Kane í sumar en Tottenham hefur hafnað báðum tilboðum.
Kane er sagður spenntur fyrir því að fara til FC Bayern en Manchester United sýndi áhuga í vor en telur að Tottenham selji hann ekki innan Englands.
Kane er 29 ára gamall og skoraði 30 mörk í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð.
Harry Kane won’t sign new Tottenham deal and keen on Bayern https://t.co/yXY51vZ8B4
— Gary Jacob (@garyjacob) July 20, 2023