Kyle Walker ferðast með Manchester City til Japan síðar í dag þrátt fyrir að framtíð hans sé í lausu lofti.
Leikmenn City snéru aftur til æfinga á mánudag og fljúga til Asíu í dag þar sem þeir mæta meðal annars FC Bayern.
Bayern er að reyna að kaupa Walker af City og hafa náð samkomulagi við kauða en samkomulag liðanna er ekki í höfn.
Walker á ár eftir af samningi sínum við City en félagið hefur viljað framlengja við hann.
Walker hefur ekki lagt fram formlegt tilboð en þýska liðið reynir einnig að kaupa Harry Kane um þessar mundir.