Tveir lykilmenn ferðuðust ekki með Chelsea til Bandaríkjanna en liðið er þar í æfingabúðum.
Það styttist í að enska úrvalsdeildin hefjist að nýju en fyrsta umferðin fer fram í næsta mánuði.
Þessir tveir lykilmenn eru þeir Wesley Fofana og Reece James sem eru að glíma við meiðsli sem og veikindi.
Það eru þó alls ekki einu leikmennirnir sem Chelsea skilur eftir en nefna má Pierre Emerick Aubameyang, Hakim Ziyech og Romelu Lukaku.
Benoit Badiashile og Armando Broja eru einnig heima en þeir eru að glíma við meiðsli og eru ekki leikfærir.
Chelsea verður því með vængbrotið lið í Bandaríkjunum en þó ferðast 29 leikmenn með liðinu.