Eddie Howe, stjóri Newcastle, hefur staðfest það að Allan Saint-Maximin sé á förum frá félaginu í sumar.
Saint-Maximin er einn skemmtilegasti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar en hann er 26 ára gamall.
Saint-Maximin kom til Newcastle fyrir fjórum árum og er afskaplega vinsæll á meðal stuðningsmanna liðsins.
Howe segir að Newcastle sé neytt til þess að selja Saint-Maximin til að fara eftir fjárlögum UEFA eða ‘Financial Fair Play.’
Mörg lið munu væntanlega horfa til vængmannsins sem hefur skorað 12 mörk í 112 deildarleikjum fyrir þá svarthvítu.