Cheick Doucoure miðjumaður Crystal Palace er leikmaður sem Liverpool vill kaupa í sumar. Frá þessu segir The Athletic.
Miðsvæði Liverpool er að taka miklum breytingum en Naby Keita, Alex Oxlade-Chamberlain og James Milner eru allir farnir.
Jordan Henderson og Fabinho gætu svo verið að fara til Sádí Arabíu.
Liverpool hefur fest kaup á Alexis Mac Allister og Dominik Szoboszlai en Athletic segir að Doucoure sé næsta skotmark.
Doucoure kom til Palace fyrir ári síðan frá Lens í Frakklandi fyrir 22 milljónir punda, átti hann frábært tímabil í fyrra.
Doucoure er frá Malí en Athletic segir að verðmiði hans hafi hækkað vel frá síðasta ári.