Kai Havertz nýr leikmaður Arsenal vill sennilega gleyma gærkvöldinu en hann setti met sem sennilega enginn sóknarmaður vill eiga.
Arsenal tekur þátt í stjörnuleiknum í Bandaríkjunum og tók liðið þátt í þrautum fyrir leikinn.
Havertz tók þátt í keppni þar sem hann fékk fyrirgjöf og átti að klára færið á lofti.
Havertz mistókst að skora í öllum 16 tilraunum sínum en er hann sá fyrsti í sögunni sem skorar ekki eitt mark í þessari keppni.
Havertz kostaði Arsenal 65 milljónir punda þegar hann kom frá Chelsea en fyrir framan markið hjá Chelsea var hann oftar en ekki ansi klaufskur.
Myndband af þessu er hér að neðan.
Kai Havertz channels his inner Timo Werner, scores zero in Cross & Volley Challenge. Might want to look away Arsenal fans. 🔴⚪️ pic.twitter.com/1MxjaleVHX
— Men in Blazers (@MenInBlazers) July 19, 2023