Antonela Roccuzzo, eiginkona Lionel Messi er það sem fjölmiðlar í Bandaríkjunum fjalla um eftir komu þeirra og kynningu í Miami á sunnudag.
Lionel Messi var formlega kynntur til leiks sem leikmaður Inter Miami á sunnudag.
Fjölskyldan flutti til Miami í síðustu viku en Antonela og Messi komu til borgarinnar ásamt þremur börnum sínum.
Messi ákvað á dögunum að semja við Inter Miami en hann mun nú hefja æfingar með liðinu.
Fjölskyldan keypti sér íbúð á Miami fyrir mörgum árum og er nú að koma sér fyrir í borginni sem er vinsæl á meðal ríka og fræga fólkinu.