Svo gæti farið að Chelsea reyni að kaupa Harry Maguire fyrrum fyrirliða Manchester United vegna meiðsla í vörn liðsins.
Wesley Fofana sleit krossband á dögunum og var það staðfest í gær.
Maguire er þrítugur og vill Manchester United selja hann, sást það best þegar Erik ten Hag ákvað að svipta hann fyrirliðabandinu um helgina.
Ensk götublöð segja að Mauricio Pochettino stjóri Chelsea skoði hvort Maguire sé góður kostur fyrir varnarleik liðsins.
Maguire kostaði United 80 milljónir punda en talið er að félagið sé tilbúið að selja hann fyrir 30-40 milljónir punda.