fbpx
Sunnudagur 18.maí 2025
433Sport

Benjamin Mendy mun spila fótbolta aftur á Englandi innan tíðar

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 19. júlí 2023 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það vakti nokkra athygli í morgun þegar Benjamin Mendy samdi við Lorient í frönsku úrvalsdeildinni til tveggja ára. Skrifar hann undir samninginn örfáum dögum eftir að hafa verið hreinsaður af þungum ásökunum í Englandi.

Mendy mun spila á Englandi í byrjun ágúst en Lorient mætir þá Bournemouth þar í landi.

Hann var í heildina sýknaður af níu ákærum um kynferðisbrot. Var hann sýknaður af sjö ákærum í janúar en kviðdómur komst ekki að niðurstöðu um tvær þeirra, eina nauðgun og tilraun til nauðgunar. Það var tekið fyrir á ný og var Mendy sýknaður fyrir helgi.

Málið hefur vakið mikla athygli en um tíma var Mendy settur í fangelsi og síðar var hann laus gegn tryggingu. Ákæra var gefin út í öllum málunum og fóru þau fyrir dómara, kviðdómur sýknaði hann í öllum málunum.

Mendy á væntanlega væna summu inni hjá Manchester City sem hætti að borga honum laun í ágúst árið 2021 og bannaði honum að mæta til æfinga.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Liverpool ekki lengi að svara eftir tilkynningu Trent

Liverpool ekki lengi að svara eftir tilkynningu Trent
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Real blandar sér í baráttuna þrátt fyrir munnlegt samkomulag Arsenal

Real blandar sér í baráttuna þrátt fyrir munnlegt samkomulag Arsenal
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Hafnar milljörðum og virðist horfa annað – ,,Hann hafði engan áhuga“

Hafnar milljörðum og virðist horfa annað – ,,Hann hafði engan áhuga“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Endaði markahæstur með 20 fleiri mörk en næsti maður – Hvert fer hann í sumar?

Endaði markahæstur með 20 fleiri mörk en næsti maður – Hvert fer hann í sumar?
433Sport
Í gær

Kom síðasti leikurinn á föstudag? – ,,Við sjáum til“

Kom síðasti leikurinn á föstudag? – ,,Við sjáum til“
433Sport
Í gær

Willum er nýr forseti ÍSÍ

Willum er nýr forseti ÍSÍ