Breiðablik 2 – 1 Shamrock Rovers
1-0 Jason Daði Svanþórsson(’16)
2-0 Höskuldur Gunnlaugsson(’57)
2-1 Graham Burke(’64, víti)
Breiðablik er komið áfram í næstu umferð Meistaradeildar Evrópu eftir leik við Shamrock Rovers í kvöld.
Um var að ræða seinni leik liðanna en Blikar gerðu vel og höfðu betur 1-0 í Írlandi í fyrri leiknum.
Ljóst var að sigurliðið myndi mæta FC Kaupmannahöfn í Danmörku sem eru meistarar þar í landi.
Að spila við FCK mun reynast Blikum gríðarlega erfitt verkefni en um er að ræða eitt besta liðið á Norðurlöndunum.
Jason Daði Svanþórsson og Höskuldur Gunnlaugsson skoruðu mörk Blika í kvöld í 2-1 sigri en Shamrock lagaði stöðu úr vítaspyrnu.