Riyad Mahrez endar líklega hjá Al Ahli í Sádí Arabíu en Manchester City er búið að hafna fyrsta tilboði liðsins.
Al Ahli bauð 23 milljónir punda með öllu en City fer fram á 30 milljónir punda í öruggar greiðslur.
Þessi 32 ára kantmaður frá Alsír hefur átt frábæran feril á Englandi og orðið meðal annars enskur meistari með Leicester og City.
Athletic segir að Mahrez fari í læknisskoðun í þessari viku og er City byrjað að leita að eftirmanni hans.
Mahrez er nýjasta stjarnan sem heldur til Sádí þar sem launin eru miklu betri en leikmenn fá í Evrópu.
Understand Al Ahli submitted first bid for Riyad Mahrez on Monday night. £18m plus £5m add ons proposal has been rejected by Manchester City. 🚨🔵🇸🇦
City asked for £30m as correct fee to seal the deal.
Al Ahli, increasingly confident to get it done soon. pic.twitter.com/MUYsYuOVEl
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) July 18, 2023