FC Bayern hefur staðfest kaup sín á Kim Min-jae frá Napoli en varnarmaðurinn gerir fimm ára samning.
Min-jae var mikið orðaður við Manchester United í vor en á endanum var það Bayern sem krækti í kauða.
Hann átti eitt frábært tímabil með Napoli þar sem liðið varð ítalskur meistari.
Thomas Tuchel er að styrkja lið Bayern en Min-jae er nú mættur og er félagið einnig að eltast við Kyle Walker og Harry Kane.
Min-jae lék áður í Tyrklandi en hann kemur frá Suður-Kóreu.
Official, confirmed. Kim Min-jae signs as new Bayern player on 5 year deal. 🔴✔️ pic.twitter.com/4Wbgo4872p
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) July 18, 2023