Inter Miami kynnti í gær Lionel Messi og Sergio Busquets til leiks sem nýja leikmenn félagsins.
MLS deildin ákvað að fagna komu Busquets með því að birta færslu á Twitter og fara yfir bikarasafn hans.
Þegar MLS deildin fór hins vegar yfir sviðið var birt mynd af Alvaro Arbeloa fyrrum samherja hans í spænska landsliðinu.
„Af hverju eru Arbeloa og Busquets svona líkir þarna, yfirmaðurinn þarf ný gleraugu,“ skrifaði MLS deildin í annari færslu eftir að upp komst um mistökin.