Manchester United er að ganga frá kaupum á Andre Onana fyrir 43 milljónir punda frá Inter.
Félagið mun um leið selja Dean Henderson fyrir 20 milljónir punda til Nottingham Forest.
Henderson var á láni hjá Nottingham á síðustu leiktíð og stóð sig vel en hann lék sinn fyrsta leik fyrir United árið 2015.
Henderson hefur ekki náð að festa sig í sessi hjá United og þessi 26 ára gamli leikmaður vill aftur fara til Nottingham.
Markvörðurinn fær að skrifa undir hjá Nottingham um leið og Onana er mættur til Manchester sem verður á allra næstu dögum.