Marcus Rashford er að skrifa undir fimm ára samning við Manchester United en hann hefur hafnað öðrum liðum á Englandi og stórliðum í Evrópu.
Mörg af þeim liðum vildu borga Rashford meira en United. Það er David Ornstein hjá The Athletic sem segir frá og segir hann að allt sé svo gott sem klappað og klárt.
Verið er að klára síðustu smáatriði á samningum áður en Rashford skrifar undir.
Rashford á bara ár eftir af gamla samningi sínum og því varð United að klára málið sem fyrst til að missa hann ekki frítt á næsta ári.
Ljóst er að Rashford hækkar vel í launum en hann hefur þénað um 200 þúsund pund á viku síðustu ár.
🚨 EXCLUSIVE: Man Utd reach agreement in principle with Marcus Rashford over new 5yr contract. Deal until 2028 in final stages of negotiation + set to be signed after 25yo rejected more lucrative offers from England & abroad to stay at #MUFC @TheAthleticFC https://t.co/qmU1d1vLyq
— David Ornstein (@David_Ornstein) July 17, 2023