Ferill Naby Keita hjá Werder Bremen byrjar ekki vel en hann hefur enn ekki spilað sinn fyrsta leik fyrir félagið.
Keita glímdi við mikið af meiðslum hjá Liverpool á Englandi og var látinn fara þaðan í sumar.
Keita lofaði því á dögunum að hann myndi spila alla leiki Bremen á tímabilinu en útlitið er ekkert svo bjart.
Miðjumaðurinn átti að byrja sinn fyrsta leik um helgina gegn VfB Oldenburg og var í byrjunarliðinu.
Stuttu áður en flautað var til leiks þurfti Keita að draga sig úr liðinu vegna meiðsla.
Þessi 28 ára gamli leikmaður meiddist í upphitun fyrir þennan æfingaleik en hvesu alvarleg meiðslin eru er ekki vitað að svo stöddu.