Jay Z og félagar hjá Roc Nation ætla að reka Romelu Lukaku og hætta að sjá um mál hans. Roc Nation hafa verið umboðsmenn hans undanfarin ár.
Roc Nation hafði náð samkomulagi við Inter um kaup og kjör Lukaku og reyndi ítalska félagið að kaupa hann frá Chelsea.
Í gegnum annan umboðsmann fór Lukaku hins vegar í viðræður við Juventus og það gerði allt vitlaust.
Inter er hætt við að reyna að fá Lukaku aftur og Roc Nation er brjálað yfir því að Lukaku hafi farið á bak við þá.
Roc Nation ætlar því að hætta að vinna fyrir Lukaku en stofan hafði hjálpað Lukaku mikið í gegnum mörg erfið mál.
Lukaku á að mæta til æfinga hjá Chelsea í dag en Juventus og lið í Sádí Arabíu vilja fá hann.