Inter Milan er byrjað að skoða það að kaupa Folarin Balogun framherja Arsenal sem er eftirsóttur biti.
Inter er hætt við kaup á Romelu Lukaku eftir að félagið komst af viðræðum hans við Juventus.
Balogun raðaði inn mörkum í Frakklandi á síðustu leiktíð en Arsenal vill um 50 milljónir punda fyrir hann í sumar.
Balogun er með Arsenal í för í æfingaferð í Bandaríkjunum en Inter skoðar að kaupa hann.
Balogun er 22 ára gamall og hefur spilað nokkra A-landsleiki fyrir Bandaríkin.