Mike Dean er hættur allri aðkomu að dómgæslu í ensku úrvalsdeildinni eftir 28 ára starf á meðal þeirra bestu.
Dean var ekki allra en eftir að hafa hætt að dæma þá ákvað Dean að vera VAR dómari.
Dean ákvað svo í sumar að láta af störfum sem dómari en hann er fjarri því að hætta í fótbolta.
Dean hefur nefnilega skrifað undir hjá Sky Sports og mun koma inn í umfjöllun miðilsins.
Verður Dean meðal annars hluti af Soccer Saturday þar sem fylgst er með öllum leikjum sem hefjast klukkan 15:00 á laugardögum.