PSG Ultras, sem er hópur af hörðustu stuðningsmönnum PSG vilja ekki sjá það að Dusan Vlahovic verði keyptur í sumar.
PSG er með það til skoðunar að kaupa framherjann frá Serbíu frá Juventus í sumar.
Vlahovic er hins vegar ekki í uppáhaldi hjá stuðningsmönnum félagsins em vilja ekki sjá hann.
„Ef þú kemur þá skerum við af þér þrjá putta,“ stóð á borða sem stuðningsmenn PSG mætu með fyrir utan völl félagsins í dag.
Ástæðan er sú að fyrir nokkrum árum mætti Vlahovic með þrjá putta á lofti eftir sigurleik Serbíu. Er þetta merki sem er sett upp til að tala um yfirráð Serbíu yfir Kosovo og er kveðja frá serbneskum skæruliðum.
Vlahovic klæddist einnig bol sem stóð á að Kosovo væri hluti af Serbíu eitthvað sem harðir stuðningsmenn PSG kunna ekki að meta