Undrabarnið Facundo Farias ætlar að hafna stórliðum í Evrópu til að ganga í raðir Inter Miami í Bandaríkjunum.
Þetta eru fréttir sem koma mörgum á óvart en um er að ræða afskaplega efnilegan leikmann sem er aðeins 20 ára gamall.
Miami borgar fjórar milljónir punda fyrir Farias sem virðist vera með eitt í huga – að spila með Lionel Messi.
Messi er goðsögn í argentínskum fótbolta og talinn einn sá besti í sögunni en hann gekk í raðir liðsins í síðasta mánuði.
Farias hefur vakið mikla athygli með Colon í heimalandinu en frekar en að fara til Evrópu ætlar hann til Bandaríkjanna.