Jonny Evans, fyrrum leikmaður Manchester United, hefur fengið leyfi og fær nú að æfa með sínu fyrrum félagi.
Evans er 35 ára gamall en hann hefur yfirgefið lið Leicester eftir fall liðsins úr efstu deild á síðustu leiktíð.
Evans er þekktastur fyrir tíma sinn í Manchester en hann lék með United rá 2004 til 2016.
Þaðan fór Norður-Írinn til West Bromwich Albion og gerði svo samning við Leicester árið 2018.
Hann ætlar ekki að taka slaginn með Leicester í Championship-deildinni og er að skoða aðra möguleika.
Evans æfir nú með öðrum stjörnum Man Utd en hann vann deildina þrisvar með félaginu og Meistaradeildina einu sinni.