Goðsögnin Mike Dean er að kveðja enska boltann eftir 28 ár sem hluti af enska dómarasambandinu.
Dean er 55 ára gamall í dag en var töluvert gagnrýndur fyrir vinnu sína sem VAR dómari á síðustu leiktíð.
Dean var búinn að leggja flautuna á hilluna en fær nú heldur ekki að starfa á bakvið tjöldin eða í VAR-herberginu.
Hann lagði flautuna á hilluna eftir tímabilið 2021/2022 og er útlit fyrir að hann sé nú hættur fyrir fullt og allt.
Dean er einn litríkasti dómari sem hefur dæmt í efstu deild Englands og var elskaður og einnig hataður af mörgum.