ÍBV 1 – 1 Keflavík
1-0 Hermann Þór Ragnarsson (’43)
1-1 Sami Kamel (’48)
Keflavík og ÍBV áttust við í Bestu deild karla í dag en það fyrrnefnda kom í heimsókn til Eyja.
ÍBV fékk kjörið tækifæri til að komast yfir snemma leiks en Felix Örn Friðriksson steig þá á vítapunktinnm.
Boltinn fór hins vegar í slá og ekki inn og þurftu heimamenn að bíða með opnunarmarkið þar til á 43. mínútu er Hertmann Þór Ragnarsson skoraði.
Sú forysta entist ekki lengi en eftir þrjár mínútur í seinni hálfleik var Sami Kamel búinn að jafna metin fyrir Keflavík.
Á 64. mínútu fékk Sindri Snær Magnússon að líta rautt spjald hjá gestunum sem kláruðu leikinn manni færri en náðu að halda út í jafnteflisleik.