Það er útlit fyrir að vængmaðurinn öflugi Riyad Mahrez sé með tilboð frá Sádí Arabíu sem hljóðar upp á 30 milljónir punda.
Það er boð sem Manchester City getur vart hafnað en Mahrez er 32 ára gamall og nálgast endalok ferilsins.
Samkvæmt Athletic er Mahrez sjálfur óviss með framhaldið en hann myndi fá launahækkun í Sádí Arabíu.
Man City er ekki að flýta sér að taka tilboðinu en menn átta sig á því að það sé erfitt að hafna svo góðu boði fyrir svo gamlan leikmann.
Mahrez fær að spila nokkuð reglulega með Man City en er þó enginn lykilmaður í liði Pep Guardiola.