Stuðningsmenn á Englandi eru sannfærðir um það að þrjú félög séu að skiptast á treyjum fyrir komandi leiktíð.
Enska úrvalsdeildin hefst í næsta mánuði og þar munu Burnley, West Ham og Aston Villa taka þátt.
Öll þessi lið eru þekkt fyrir að leika í vínrauðu og ljósbláu en treyjurnar eru afskaplega svipaðar.
Stuðningsmenn liða á Englandi hafa látið í sér heyra á samskiptamiðlum og vilja til að mynda meina að Villa sé nú að nota treyju Burnley frá síðustu leiktíð og að Burnley sé að nota treyju Villa.
Ljóst er að liðin geta ekki notað heimatreyjurnar gegn hvort öðru en eins og má sjá hér fyrir neðan eru þær gríðarlega líkar.