Arsenal er búið að staðfesta komu miðjumannsins Declan Rice sem kemur til félagsins frá West Ham.
Arsenal borgar rúmlega 100 milljónir punda fyrir Rice sem verður um leið dýrasti enski leikmaður sögunnar.
Þessi félagaskipti hafa legið í loftinu í dágóðan tíma en Rice hefur verið í sumarfríi.
Rice var á óskalista margra liða og þar á meðal Chelsea og Manchester City en Arsenal hafði betur í baráttunni.
Hann var fyrirliði West Ham og er einnig leikmaður enska landsliðsins og vann Sambandsdeildina með sínu félagið í sumar.
Um er að ræða þriðja leikmanninn sem Arsenal fær í sumarglugganum á eftir Jurrien Timbers og Kai Havertz.
Declan Rice. The Arsenal.
— Arsenal (@Arsenal) July 15, 2023