Albert Guðmundsson átti stórleik fyrir lið Genoa sem mætti Fassa Calcio í æfingaleik í dag.
Albert var einn allra besti leikmaður Genoa á síðustu leiktíð er liðið tryggði sér sæti í efstu deild á ný.
Íslenski landsliðsmaðurinn skoraði fernu í öruggum sigri Genoa en liðið hafði betur sannfærandi 12-0.
Fassa Calcio er lið skipað af áhugamönnum á Ítalíu og áttu þeir aldrei möguleika í lið í efstu deild.
Albert skoraði fernuna í fyrri hálfleik en var tekinn af velli og fékk pásu í þeim síðari.