Selma Sól Magnúsdóttir segir að íslenska landsliðið geti tekið eitt og annað úr tapinu gegn Finnum til að byggja á.
Liðin mættust í vináttulandsleik í kvöld og vann Finnland 1-2 hér í Laugardalnum.
„Þetta var svolítið upp og niður en klárlega eitthvað sem við getum tekið með okkur í næsta verkefni og gert betur gegn Austurríki,“ segir Selma við 433.is, en Stelpurnar okkar mæta Austurríki ytra á þriðjudag.
„Það vantaði meiri áræðni og að fara almennilega í pressuna, ná að læsa þeir aðeins meira inni. Þetta er lítill hlutur sem er létt að byggja á.“
Það voru yfir sex þúsund manns á vellinum í kvöld og mikil stemning.
„Það er jákvætt að fólk komi og styðji okkur.“
Viðtalið í heild er hér að neðan.