Sveindís Jane Jónsdóttir landsliðskona segir margt hafa vantað upp á í leik íslenska landsliðsins í tapinu gegn Finnlandi í kvöld.
Liðin mættust í vináttulandsleik og vann Finnland 1-2.
„Þetta er svekkjandi en við náðum að æfa okkur í því sem okkur langaði að æfa okkur í. Það gekk ekki vel en við fáum nokkur svör,“ segir Sveindís við 433.is.
Sveindís hefði viljað nýta færin betur.
„Við komumst oft í gegnum þær og áttum oft að skora, ég átti að skora 2-3. Vonandi kemur það næst.“
En hvað vantaði aðallega upp á í leik Íslands?
„Við fórum ekki saman í pressuna, vorum slitnar og auðvelt að spila í gegnum okkur inn á miðju. Mér fannst við grimmar en það var mjög margt ekki nógu gott.“