fbpx
Þriðjudagur 09.september 2025
433Sport

Stelpurnar okkar töpuðu gegn Finnum

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 14. júlí 2023 19:56

Agla María skoraði. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska kvennalandsliðið tók á móti því finnska í vináttuleik í Laugardalnum í kvöld.

Íslenska liðið var mun öflugra framan af en finnska liðið tók við sér þegar leið á og tókst að skora með marki Eveliina Summaren af löngu færi á 27. mínútu.

Stelpurnar okkar voru þrátt fyrir þetta töluvert betri aðilinn í fyrri hálfleiknum en tókst ekki að nýta fjölda færa sinna.

Íslenska liðið kom ekki nægilega vel inn í seinni hálfleik og Finnar sáttir með stöðuna. Gestirnir tvöfölduðu forskot sitt með marki Jutta Rantala á 66. mínútu.

Ísland svaraði hins vegar um hæl og skoraði Berglind Rós Ágústsdóttir eftir frábæra aukaspyrnu Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur.

Nær komst liðið hins vegar ekki og loktölur 1-2 fyrir gestina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Lýsir erfiðum tuttugu dögum á vökudeildinni – „Því miður misstum við hana, litlu lungun hennar gáfust upp“

Lýsir erfiðum tuttugu dögum á vökudeildinni – „Því miður misstum við hana, litlu lungun hennar gáfust upp“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Wrexham reynir að fá Dele Alli

Wrexham reynir að fá Dele Alli
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Færir þjóðinni góðar fréttir af meiðslum Alberts

Færir þjóðinni góðar fréttir af meiðslum Alberts
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Faðir ákærður – Fór út með fjölskyldu sinni en er gefið að sök að hafa káfað á konu

Faðir ákærður – Fór út með fjölskyldu sinni en er gefið að sök að hafa káfað á konu
433Sport
Í gær

Sjáðu myndina – Haaland þurfti þrjú spor í andlitið eftir óhapp við rútu norska landsliðsins

Sjáðu myndina – Haaland þurfti þrjú spor í andlitið eftir óhapp við rútu norska landsliðsins
433Sport
Í gær

Onana fær launahækkun í Tyrklandi – Bað um slíkt hjá United sem fólki fannst skrýtið

Onana fær launahækkun í Tyrklandi – Bað um slíkt hjá United sem fólki fannst skrýtið