fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
433Sport

Saka Rúnar um þvaður og aumingjaskap eftir ummæli hans í gær – „Drullastu í gang legendið þitt“

433
Föstudaginn 14. júlí 2023 10:00

Rúnar Kristinsson. ©Torg ehf / Ernir Eyjólfsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

HK og KR gerðu 1-1 jafntefli í Bestu deild karla í gær þar sem HK jafnaði leikinn þegar lítið var eftir. Rætt var um leikinn í hlaðvarpsþættinum Þungavigtin.

Nokkuð var liðið frá síðasta leik KR en félagið fór fram á frestun á bikarleik við Víking vegna þess að Jóhannes Kristinn Bjarnason var í verkefni með U19 ára landsliðinu.

Jóhannes var varamaður í leik U19 ára landsliðsins á mánudag og var aftur varamaður hjá KR í kvöld.

„Hann byrjaði ekki einn leik, þetta er svo mikið boomerang í andlitið á Rúnari. Þetta setur bikarkeppnina í uppnám, það var galið í ljósi að Jóhannes spilaði hálftíma á mánudag,“ sagði Kristján Óli Sigurðsson um þá ákvörðun að fresta leik KR í undanúrslitum bikarsins.

„Maður hefði haldið að þetta væri mikilvægi Messi eða Ronaldo, er svo ekki í liðinu í kvöld,“ sagði Mikael Nikulásson.

Kristján Óli var svo ekki hrifin af ummælum Rúnars um Kórinn þar sem leikið var í gær. „Ég var að hlusta á Rúnar eftir leik, það var farið í afsökunarbókina. Kenna vellinum um hversu illa KR spilaði í kvöld, djöfull er þetta léleg afsökun. Það er bleytt gervigrasið í Kórnum. Þetta er innantómt þvaður í Rúnari Kristinssyni, jafn mikið þvaður og þessi aumingjaskapur að fresta bikarleiknum. Drullastu í gang legendið þitt.“

Mikael var sammála því. „Mér fannst það léleg afsökun, menn eru að biðja um þetta gervigras,“ sagði Mikael og Ríkharð Óskar Guðnason sem var á vellinum sagði að grasið hefði verið rennandi blautt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Lúðvík valdi hóp U21 árs landsliðsins – Stýrir liðinu tímabundið á meðan leitað er að arftaka Ólafs Inga

Lúðvík valdi hóp U21 árs landsliðsins – Stýrir liðinu tímabundið á meðan leitað er að arftaka Ólafs Inga
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Spilaði í Meistaradeildinni í gær en kemst ekki í U21 árs landslið Íslands

Spilaði í Meistaradeildinni í gær en kemst ekki í U21 árs landslið Íslands
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Þetta er það dýrasta sem Cristiano Ronaldo hefur nokkurn tímann keypt sér

Þetta er það dýrasta sem Cristiano Ronaldo hefur nokkurn tímann keypt sér
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Jóhann Berg snýr aftur í landsliðshópinn

Jóhann Berg snýr aftur í landsliðshópinn
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Ronaldo ómyrkur í máli er hann ræddi málefni Manchester United – „Við verðum að vera hreinskilin“

Ronaldo ómyrkur í máli er hann ræddi málefni Manchester United – „Við verðum að vera hreinskilin“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Ungstirnið á förum í janúar – Virðist búinn að velja áfangastað

Ungstirnið á förum í janúar – Virðist búinn að velja áfangastað
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Ronaldo uppljóstrar um leyndarmál á bak við trúlofunina – „Þá komu börnin mín inn“

Ronaldo uppljóstrar um leyndarmál á bak við trúlofunina – „Þá komu börnin mín inn“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Sjáðu harkalegar möttökur sem Trent fékk á Anfield og viðbrögð hans

Sjáðu harkalegar möttökur sem Trent fékk á Anfield og viðbrögð hans