Frank Lampard fyrrum stjóri Chelsea segir að Mason Mount muni bæta alla leikmenn Manchester United með vinnusemi og gæðum sínum.
Mount yfirgaf Chelsea í sumar en hann og Lampard áttu náið samband, Mount blómstraði á láni hjá Derby undir stjórn Lampard og fékk fyrstu tækifærin hjá Chelsea undir stjórn Lamaprd.
„Þetta er flókið dæmi, hann átti bara ár eftir af samningi,“ sagði Lampard.
„Það sem ég get sagt um Mason, hann er nútíma leikmaður og hefur fylgt því hvernig leikurinn hefur breyst. Hann hefur hugarfarið og metnaðinn. Hann hefur líka gæðin, það var það sem var skemmtilegt við að vinna með Mason. Hann gefur þér svo mikið með því að leggja mikið á sig á hverjum degi.“
„Hvað sem þú biður hann um að gera, hann er klár. Allir frábærir leikmenn þurfa að hafa þetta, gæðin og hugarfarið. Hann gerir það sem þú biður um og nennir að gera þetta aftur og aftur, hann hefur líka hæfileikana.“
„Hjá Manchester United þá snýst það ekki bara um það sem Mason kemur með í gæðum. Hann mun koma og bæta alla í kringum sig.“