Cristiano Ronaldo er 38 ára gamall en slær ekki slöku við og heldur áfram að æfa mikið þrátt fyrir að vera í sumarfríi.
Ronaldo sem leikur með Al Nassr í Sádí Arabíu virðist ekki ætla að gefa neitt eftir eins og myndirnar hér að neðan sanna.
„Hann er eins og 22 ára gamall gæi,“ skrifar einn netverji um standið á Ronaldo þessa stundina.
Ronaldo yfirgaf Manchester United undir lok síðasta árs og fór til Sádí Arabíu þar sem hann er launahæsti leikmaður í heimi og launahæsti íþróttamaður í heimi.
Ronaldo hefur verið í fríi eftir að hann spilað með Portúgal gegn Íslandi á Laugardalsvelli í júní þar sem hann skoraði sigurmarkið í sínum 200 landsleik.