fbpx
Mánudagur 14.júlí 2025
433Sport

Stefnir á markametið og vonast til að það tryggi tækifæri með landsliðinu – Væri ótrúlegur árangur

Victor Pálsson
Sunnudaginn 9. júlí 2023 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Framherjinn Paul Mullin gerir sér vonir um að fá tækifæri með welska landsliðinu á þessu ári.

Um er að ræða 28 ára gamlan leikmann Wrexham sem tryggði sér sæti í League Two eða fjórðu efstu deild Englands á síðustu leiktíð.

Mullin var stórkostlegur fyrir Wrexham á tímabilinu en hann skoraði 47 mörk í öllum keppnum.

Hann þekkir það að spila í deildinni fyrir ofan og varð markakóngur árið 2021 með Cambridge og gerði þá 32 mörk.

Hann stefnir á að bæta það met á næsta tímabili og vonast til að landsliðsþjálfari Wales, Rob Page, taki eftir hans frammistöðu.

,,Ég spila fótbolta eins vel og ég get, síðast þegar ég var í League Two þá vann ég gullskóinn,“ sagði Mullin.

,,Vonandi get ég bætt það met á þessu ári en jafnvel þó ég geri það ekki og við eigum gott tímabil þá er það eina sem skiptir máli.“

,,Kannski einn daginn telur Page að ég geti gert mitt fyrir landsliðið og það er eitthvað sem mig dreymir um.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Staðfestir að hann hafi sigrað krabbameinið

Staðfestir að hann hafi sigrað krabbameinið
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Náðu myndbandi af stórstjörnunni sem var blindfullur á tónleikum

Náðu myndbandi af stórstjörnunni sem var blindfullur á tónleikum
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Þrjú ensk stórlið sögð horfa til Parísar – Samningslaus næsta sumar

Þrjú ensk stórlið sögð horfa til Parísar – Samningslaus næsta sumar
433Sport
Í gær

,,Við erum ekki Inter Milan eða Real Madrid“

,,Við erum ekki Inter Milan eða Real Madrid“
433Sport
Í gær

Elías Már til Kína

Elías Már til Kína
433Sport
Í gær

Var ásakaður um leti og metnaðarleysi og fær stuðning úr óvæntri átt – ,,Ég hef ekkert illt að segja“

Var ásakaður um leti og metnaðarleysi og fær stuðning úr óvæntri átt – ,,Ég hef ekkert illt að segja“
433Sport
Í gær

Manchester United þarf að keppa við peningana í Sádi

Manchester United þarf að keppa við peningana í Sádi
433Sport
Í gær

Stuðningsmenn Arsenal skilja lítið í kaupstefnu félagsins – Eze enn á óskalistanum

Stuðningsmenn Arsenal skilja lítið í kaupstefnu félagsins – Eze enn á óskalistanum