fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
433Sport

Hver tekur við næsta sumar? – Mourinho orðaður við endurkomu

Victor Pálsson
Laugardaginn 8. júlí 2023 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það verður fróðlegt að sjá hver mun taka við Real Madrid næsta sumar er Carlo Ancelotti stígur til hliðar.

Búið er að ákveða að Ancelotti kveðji sumarið 2024 en hann verður þá ráðinn landsliðsþjálfari Brasilíu.

Hver tekur við er óljóst en spænskir miðlar fjalla um að Real sé að skoða sex kosti og þar að þrjá fyrrum leikmenn liðsins.

Zinedine Zidane er til að mynda nefndur en hann hefur þjálfað félagið í tvígang og þá einnig Alvaro Arbeloa sem hefur þjálfað unglingalið félagsins og Raul Gonzalez sem raðaði inn mörkum fyrir liðið í mörg ár.

Julian Nagelsmann, fyrrum stjóri Bayern Munchen, er á listanum sem og Antonio Conte, fyrrum stjóri Inter, Chelsea, Juventus og Tottenham.

Athygli vekur að Jose Mourinho er einnig nefndur til sögunnar en hann hefur sjálfur áður þjálfað liðið en er í dag hjá Roma á Ítalíu.

Hér má sjá þá sem koma til greina en enginn af þeim er aðalþjálfari hjá félagi í dag fyrir utan Mourinho.

Julian Nagelsmann
Zinedine Zidane
Antonio Conte
Raul
Jose Mourinho
Alvaro Arbeloa

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Linda Líf til Svíþjóðar

Linda Líf til Svíþjóðar
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Meistaradeildin: City pakkaði Dortmund saman – Barcelona náði ekki að vinna í Belgíu

Meistaradeildin: City pakkaði Dortmund saman – Barcelona náði ekki að vinna í Belgíu
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Wenger uppljóstrar um loforð sem Liverpool gaf Wirtz – Munu að öllum líkindum svíkja það núna

Wenger uppljóstrar um loforð sem Liverpool gaf Wirtz – Munu að öllum líkindum svíkja það núna
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ronaldo opinberar hvernig hann bað Georginu – Er ekki rómantískur og gerðist um miðja nótt

Ronaldo opinberar hvernig hann bað Georginu – Er ekki rómantískur og gerðist um miðja nótt
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Kaldhæðinn Arnar Gunnlaugs: „Er hjá Stellar, sem hjálpar gríðarlega mikið til þegar þú ert að velja í landsliðið“

Kaldhæðinn Arnar Gunnlaugs: „Er hjá Stellar, sem hjálpar gríðarlega mikið til þegar þú ert að velja í landsliðið“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Þetta eru félögin sem bíða og sjá hvort Barcelona mistakist að landa Rashford – Tvö á Englandi

Þetta eru félögin sem bíða og sjá hvort Barcelona mistakist að landa Rashford – Tvö á Englandi