Eftir að hafa gengið frá kaupum á Sandro Tonalli frá AC Milan er Newcastle nú að reyna að ganga frá kaupum á Harvey Barnes kantmanni Leicester.
Guardian segir frá en Barnes er 25 ára gamall, Aston Villa, Tottenham og West Ham hafa öll áhuga á Barnes.
Barnes skoraði 13 mörk á síðustu leiktíð þegar Leicester féll úr ensku úrvalsdeildinni.
Leicester seldi James Maddison og missti Youri Tielemans frítt og nú virðist Barnes næstur í röðinni.
Barnes er afar áræðinn kantmaður sem ógnar sífellt með hraða sínum og krafti en hefur einnig ágætis auga fyrir marki.