fbpx
Miðvikudagur 10.september 2025
433Sport

Forsetinn staðfestir að Ancelotti sé að taka við

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 5. júlí 2023 07:28

Carlo Ancelotti / Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Carlo Ancelotti mun taka við sem landsliðsþjálfari Brasilíu eftir komandi tímabil með Real Madrid.

Forseti brasilíska knattspyrnusambandsins staðfesti þetta í gærkvöldi og að Ancelotti yrði þjálfari á Copa America næsta sumar.

Ítalski stjórinn hefur lengi verið orðaður við starfið hjá Brasilíu og nú er ljóst að hann mun taka við.

Hann á aðeins ár eftir af samningi sínum við Real Madrid.

Ancelotti hefur stýrt Real Madrid frá því um sumarið 2021 en hann var einnig við stjórnvölinn frá 2013 til 2016.

Brasilía verður fyrsta landsliðið sem Ancelotti stýrir. Hann var þó aðstoðarþjálfari ítalska landsliðsins á fyrri hluta tíunda áratugarins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Sjáðu vel pirraðan Heimi eftir högg gærkvöldsins – „Hver er spurningin?“

Sjáðu vel pirraðan Heimi eftir högg gærkvöldsins – „Hver er spurningin?“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Utan vallar: Næstum fullkominn gluggi Arnars – Fyllum Laugardalsvöll

Utan vallar: Næstum fullkominn gluggi Arnars – Fyllum Laugardalsvöll