fbpx
Mánudagur 22.desember 2025
433Sport

Forsetinn staðfestir að Ancelotti sé að taka við

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 5. júlí 2023 07:28

Carlo Ancelotti / Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Carlo Ancelotti mun taka við sem landsliðsþjálfari Brasilíu eftir komandi tímabil með Real Madrid.

Forseti brasilíska knattspyrnusambandsins staðfesti þetta í gærkvöldi og að Ancelotti yrði þjálfari á Copa America næsta sumar.

Ítalski stjórinn hefur lengi verið orðaður við starfið hjá Brasilíu og nú er ljóst að hann mun taka við.

Hann á aðeins ár eftir af samningi sínum við Real Madrid.

Ancelotti hefur stýrt Real Madrid frá því um sumarið 2021 en hann var einnig við stjórnvölinn frá 2013 til 2016.

Brasilía verður fyrsta landsliðið sem Ancelotti stýrir. Hann var þó aðstoðarþjálfari ítalska landsliðsins á fyrri hluta tíunda áratugarins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 dögum

Ársþingið fyrir austan í lok febrúar

Ársþingið fyrir austan í lok febrúar
433Sport
Fyrir 2 dögum

Elías Már skrifar undir í Víkinni

Elías Már skrifar undir í Víkinni
433Sport
Fyrir 2 dögum

Túfa hafnaði ÍBV og er á leið til Svíþjóðar

Túfa hafnaði ÍBV og er á leið til Svíþjóðar
433Sport
Fyrir 2 dögum

Slot þurfti enn og aftur að svara spurningum um Salah

Slot þurfti enn og aftur að svara spurningum um Salah