fbpx
Föstudagur 16.maí 2025
433Sport

Áskrifendur eigi ekki að finna fyrir breytingunum – „Það munu kannski heyrast nýjar raddir“

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 5. júlí 2023 12:34

Hjörvar Hafliðason.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gær var greint frá því að Sýn og Viaplay hefðu gert með sér þriggja ára samstarfssamning. Hjörvar Hafliðason, íþróttastjóri Viaplay á Íslandi, segir að þetta muni hafa lítil sem engin áhrif á áskrifendur streymisveitunnar.

Með samningnum fær Sýn til að mynda einkarétt á sölu á afþreyingar- og íþróttaveitu Viaplay á Íslandi.

Stöð 2 Sport fær þá sýningarrétt á leikjum íslenska karlalandslisins í fótbolta.

„Það hefur í raun ekkert breyst hjá Viaplay nema það munu kannski heyrast einhverjar nýjar raddir,“ segir Hjörvar í hlaðvarpi sínu, Dr. Football.

„Viaplay mun áfram koma til Íslands með píluna, formúluna, fótboltann, auðvitað ótrúlegt úrval af kvennafótbolta, endalaust af akstursíþróttum, deildabikarinn, Bundesliguna, hollensku deildina, haug af efni.“

Áskrifendur Viaplay eigi því ekki að verða mjög varir við breytinguna.

„Þeir sem eru með Viaplay þurfa ekki óttast neitt. Þetta verður allt eins nema að það munu heyrast nýjar raddir. Fyrir þá sem eru með Viaplay, það verður allt nákvæmlega eins.

Stöð 2 tekur yfir framleiðslu á landsleikjunum en þeir verða samt á Viaplay. Ef þú ert með þetta þarftu ekki að breyta neinu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Gómaður sex sinnum á tveimur mánuðum fyrir of hraðan akstur – Fékk væna sekt og missir prófið

Gómaður sex sinnum á tveimur mánuðum fyrir of hraðan akstur – Fékk væna sekt og missir prófið
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Brynjar Björn opnar sig um það þegar Grindvíkingar ráku hann úr starfi í fyrra – „Það hefur þurft að skipta um blek í prentaranum“

Brynjar Björn opnar sig um það þegar Grindvíkingar ráku hann úr starfi í fyrra – „Það hefur þurft að skipta um blek í prentaranum“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Skandall í uppsiglingu – Stjarna og þrír aðrir sakaðir um að dreifa barnaklámi

Skandall í uppsiglingu – Stjarna og þrír aðrir sakaðir um að dreifa barnaklámi
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Barcelona til í að losa átta leikmenn til að fjármagna kaup á þremur

Barcelona til í að losa átta leikmenn til að fjármagna kaup á þremur
433Sport
Í gær

Vilja fá hann fyrir HM vegna meiðslavandræða

Vilja fá hann fyrir HM vegna meiðslavandræða
433Sport
Í gær

Glódís er leikfær

Glódís er leikfær