fbpx
Sunnudagur 13.júlí 2025
433Sport

Áskrifendur eigi ekki að finna fyrir breytingunum – „Það munu kannski heyrast nýjar raddir“

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 5. júlí 2023 12:34

Hjörvar Hafliðason.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gær var greint frá því að Sýn og Viaplay hefðu gert með sér þriggja ára samstarfssamning. Hjörvar Hafliðason, íþróttastjóri Viaplay á Íslandi, segir að þetta muni hafa lítil sem engin áhrif á áskrifendur streymisveitunnar.

Með samningnum fær Sýn til að mynda einkarétt á sölu á afþreyingar- og íþróttaveitu Viaplay á Íslandi.

Stöð 2 Sport fær þá sýningarrétt á leikjum íslenska karlalandslisins í fótbolta.

„Það hefur í raun ekkert breyst hjá Viaplay nema það munu kannski heyrast einhverjar nýjar raddir,“ segir Hjörvar í hlaðvarpi sínu, Dr. Football.

„Viaplay mun áfram koma til Íslands með píluna, formúluna, fótboltann, auðvitað ótrúlegt úrval af kvennafótbolta, endalaust af akstursíþróttum, deildabikarinn, Bundesliguna, hollensku deildina, haug af efni.“

Áskrifendur Viaplay eigi því ekki að verða mjög varir við breytinguna.

„Þeir sem eru með Viaplay þurfa ekki óttast neitt. Þetta verður allt eins nema að það munu heyrast nýjar raddir. Fyrir þá sem eru með Viaplay, það verður allt nákvæmlega eins.

Stöð 2 tekur yfir framleiðslu á landsleikjunum en þeir verða samt á Viaplay. Ef þú ert með þetta þarftu ekki að breyta neinu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Elías Már til Kína
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Manchester United þarf að keppa við peningana í Sádi

Manchester United þarf að keppa við peningana í Sádi
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Stuðningsmenn Arsenal skilja lítið í kaupstefnu félagsins – Eze enn á óskalistanum

Stuðningsmenn Arsenal skilja lítið í kaupstefnu félagsins – Eze enn á óskalistanum
433Sport
Í gær

Ný hárgreiðsla Neymar vekur athygli

Ný hárgreiðsla Neymar vekur athygli
433Sport
Í gær

Þurftu að skrifa treyjunúmerið með tússpenna

Þurftu að skrifa treyjunúmerið með tússpenna
433Sport
Í gær

Cunha um treyjunúmerið: ,,Hugsa fyrst um Wayne Rooney“

Cunha um treyjunúmerið: ,,Hugsa fyrst um Wayne Rooney“
433Sport
Í gær

Utan vallar: Eins vont og hugsast gat – Erfitt að sjá Þorstein halda starfinu

Utan vallar: Eins vont og hugsast gat – Erfitt að sjá Þorstein halda starfinu
433Sport
Í gær

Tevez orðinn yfirmaður knattspyrnumála

Tevez orðinn yfirmaður knattspyrnumála
433Sport
Í gær

Eiga að vera spenntir fyrir manninum sem var með Mane, Duran og Ronaldo í vasanum

Eiga að vera spenntir fyrir manninum sem var með Mane, Duran og Ronaldo í vasanum