fbpx
Fimmtudagur 11.september 2025
433Sport

Gerrard aftur byrjaður í viðræðum við lið í Sádí Arabíu

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 3. júlí 2023 11:30

Steven Gerrard / GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Al-Ettifaq í Sádí Arabíu er aftur búið að opna samtali við Steven Gerrard um að taka við þjálfun liðsins.

Gerrard heimsótti Sádí Arabíu á dögunum og var í viðræðum við félagið.

Upp úr þeim slitnaði og var talið að Gerrard myndi afþakka boð um að taka við liði þar í landi.

Al-Ettifaq er hins vegar búið að sannfæra Gerrard um að koma aftur í viðræður. Gerrard hefur stýrt Rangers og Aston Villa á stjóraferli sínum.

Gerrard var rekinn frá Aston Villa á síðustu leiktíð en nýtt starf og vel launað í Sádí gæti heillað kauða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Sjáðu vel pirraðan Heimi eftir högg gærkvöldsins – „Hver er spurningin?“

Sjáðu vel pirraðan Heimi eftir högg gærkvöldsins – „Hver er spurningin?“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Utan vallar: Næstum fullkominn gluggi Arnars – Fyllum Laugardalsvöll

Utan vallar: Næstum fullkominn gluggi Arnars – Fyllum Laugardalsvöll