fbpx
Fimmtudagur 11.september 2025
433Sport

Sagði Mourinho að allir væru að hlæja að honum – Fær nú ekki að dæma í efstu deild

Victor Pálsson
Sunnudaginn 2. júlí 2023 11:22

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dómarinn Marco Serra mun ekki dæma í ítölsku A deildinni næsta vetur samkvæmt Sky Italia.

Serra er nafn sem komst í fréttirnar á síðustu leiktíð eftir brjálæðiskast Portúgalans Jose Mourinho hjá Roma.

Mourinho er stjóri Roma en hann brjálaðist eftir leik Roma við Cremonese í Febrúar og lét Serra ítrekað heyra það á hliðarlínunni.

Serra er sagður hafa svarað Mourinho fullum hálsi og sagði þá: ,,Skiptu þér að þínum eigin málum, sestu niður, allir eru að hlæja að þér.“

Mourinho snöggreiddist eftir að Roma fékk ekki aukaspyrnu í leiknum en hann hafði verið duglegur að öskra á hliðarlínunni allan leikinn.

Samkvæmt Sky fær Serra ekki að dæma í Serie A á næstu leiktíð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Sjáðu vel pirraðan Heimi eftir högg gærkvöldsins – „Hver er spurningin?“

Sjáðu vel pirraðan Heimi eftir högg gærkvöldsins – „Hver er spurningin?“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Utan vallar: Næstum fullkominn gluggi Arnars – Fyllum Laugardalsvöll

Utan vallar: Næstum fullkominn gluggi Arnars – Fyllum Laugardalsvöll