fbpx
Föstudagur 07.nóvember 2025
433Sport

Adam vildi svör og lýsir samtali við Arnar – „Adam, hvað á ég að gera?“

433
Sunnudaginn 2. júlí 2023 07:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

video
play-sharp-fill

Íþróttavikan er á dagskrá alla föstudaga hér á 433 og í Sjónvarpi Símans. Þeir Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Ágústsson fá til sín góða gesti og í þetta skiptið mætti Adam Ægir Pálsson, leikmaður Vals.

Adam hefur verið frábær fyrir Val á þessari leiktíð en hann kom frá Víkingi R. fyrir tímabilið. Þar fékk hann ekki traustið og var spurður út í það.

„Víkingur er ekki beint með lélega leikmenn. Ég náði aldrei að spila 2-3 leiki í röð og koma mér í gang sem er kannski skiljanlegt hjá svona stóru liði,“ sagði Adam í þættinum.

„Sjálfstraust skiptir svo miklu máli í fótbolta. Ég var alltaf að reyna að vinna eitthvað upp eða að bæta mig fyrir þjálfarana, einhvern annan en sjálfan mig. Núna tek ég aukaæfingar til að bæta sjálfan mig.

Ég spurði Arnar Gunnlaugs tímabilið 2021 að því hvað ég ætti að gera til að komast í liðið. Hann svaraði bara: „Adam, hvað á ég að gera? Við erum að vinna hvern einasta leik.“ Ég skildi hann vel en auðvitað langaði mig að spila.“

Umræðan í heild er í spilaranum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ein goðsögn út en önnur inn hjá íslenska landsliðsmanninum

Ein goðsögn út en önnur inn hjá íslenska landsliðsmanninum
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ekki greitt meðlag í fleiri mánuði og gæti endað bak við lás og slá

Ekki greitt meðlag í fleiri mánuði og gæti endað bak við lás og slá
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Nýjasta ofurparið á Englandi vekur athygli – Sögð taka við keflinu eftir að samband fór í vaskinn

Nýjasta ofurparið á Englandi vekur athygli – Sögð taka við keflinu eftir að samband fór í vaskinn
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Héldu minningarathöfn eftir að þjálfarinn lést í miðjum leik á mánudag

Héldu minningarathöfn eftir að þjálfarinn lést í miðjum leik á mánudag
Hide picture