ÍBV er komið upp úr fallsæti eftir ansi mikilvægan sigur á Selfoss í fallslag en bæði lið voru í fallsæti fyrir leikinn.
ÍBV komst í 2-0 í fyrri hálfleik og tryggði sér þar með sigurinn en ekkert mark var skorað í síðari hálfleik.
Olga Sevcova kom ÍBV yfir áður en Þóra Björg Stefánsdóttir bætti við öðru markinu.
ÍBV er með tíu stig eftir sigurinn og setur Tindastól í fallsætið en Selfoss er á botni deildarinnar með sjö stig.
Selfoss 0 – 2 ÍBV
0-1 Olga Sevcova
0-2 Þóra Björg Stefánsdóttir