fbpx
Þriðjudagur 09.september 2025
433Sport

Bindur vonir við að Gylfi Þór snúi aftur í landsliðið innan tíðar

433
Sunnudaginn 25. júní 2023 07:00

Gylfi Þór skoraði bæði mörkin í eina skiptið sem Ísland vann Úkraínu. Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

video
play-sharp-fill

Íþróttavikan kemur út á 433.is og í Sjónvarpi Símans alla föstudaga. Þar fá þeir Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Ágústsson til sín góða gesti og í þetta skiptið mætti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir til þeirra félaga.

Sparkspekingurinn Kristján Óli Sigurðsson mætti þá til að ræða landsleiki Íslands gegn Slóvakíu og Portúgal á dögunum. Báðir töpuðust.

„Allt í lagi ekki gott. Spilamennskan var á köflum fín en það sem skiptir mestu máli eru stigin og þau voru núll. Við verðum aðeins að fara að rífa okkur í gang,“ sagði Kristján um fyrstu landsleiki Age Hareide.

Kristján leyfir sér þó að vera bjartsýnn fyrir framhaldinu.

„Við fáum Aron (Einar Gunnarsson) inn í næsta leik og svo er ég að gæla við að gulldrengurinn Gylfi Sigurðsson mæti. Þá er von, sérstaklega í gegnum umspilið í mars.“

Willum Þór Willumsson kom frábærlega inn í liðið í leikjunum en hann var ekki í náðinni hjá Arnari Þór Viðarssyni.

„Það er lögreglumál. Hann var langbesti maðurinn yfir þessa tvo leiki. Við erum 300 þúsund manna þjóð og höfum ekki efni á að hafa svona menn utan hóps.“

Spjallið við Kristján í heild er í spilaranum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Svona er talið að Postecoglou muni stilla upp byrjunarliði Forest

Svona er talið að Postecoglou muni stilla upp byrjunarliði Forest
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

„Þá gætum við allt eins sleppt þessu“

„Þá gætum við allt eins sleppt þessu“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Deildin sé töluvert frábrugðin öðrum – „Lifir svolítið sínu eigin lífi“

Deildin sé töluvert frábrugðin öðrum – „Lifir svolítið sínu eigin lífi“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Gunnar Egill staddur í París og heyrði heimamenn kvarta – „Ég hugsa að það taki aðeins meira á Ísland“

Gunnar Egill staddur í París og heyrði heimamenn kvarta – „Ég hugsa að það taki aðeins meira á Ísland“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Sjö stór nöfn sem Marinakis er með á blaði fyrir starfið hjá Forest – Rak Nuno í gærkvöldi

Sjö stór nöfn sem Marinakis er með á blaði fyrir starfið hjá Forest – Rak Nuno í gærkvöldi
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Veltir fyrir sér ummælum Arnars – Þýða þau að óvænt tíðindi séu í kortunum?

Veltir fyrir sér ummælum Arnars – Þýða þau að óvænt tíðindi séu í kortunum?
Hide picture