fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
433Sport

Sverrir Ingi: ,,Það virðist ekkert vera að detta með okkur“

Victor Pálsson
Þriðjudaginn 20. júní 2023 21:51

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska karlalandsliðið tapaði á grátlegan hátt gegn Portúgal í kvöld í undankeppni EM.

Leikið var á Laugardalsvelli en Ísland var að tapa sínum öðrum leik á stuttum tíma eftir tap gegn Slóvakíu um helgina.

Eitt mark var skorað í leik kvöldsins en það gerði enginn annar en Cristiano Ronaldo fyrir Portúgal.

Markið var skorað í uppbótartíma og var um afskaplega grátlegt tap að ræða. Ísland kláraði leikinn einnig manni færri eftir rauða spjald Willums Þórs Willumssonar er níu mínútur voru eftir.

Sverrir Ingi Ingason átti góðan leik í vörn Íslands og ræddi við blaðamenn eftir leik.

,,Þetta var mjög svekkjandi, sérstaklega þar sem við héldum svona lengi og stóðum inni í leiknum sem var planið og reyna að setja eitt á þá. Við þurfum að taka það jákvæða úr þessu sem var frammistaðan og effortið sem við lögðum í þetta,“ sagði Sverrir.

,,Planið var að reyna að taka eitthvað út úr þessum leik en það gekk ekki í dag og við þurfum að byggja á þessu. Þetta var erfitt manni færri, þeir voru komnir með menn inná sem voru ferskir og svona, það lá aðeins á okkur. Við þurfum að líta á hvað fór úrskeiðis í markinu og laga það.“

,,Ég er búinn að sjá einhverja mynd af þessari línu, þetta var voðalega tæpt sko. Við hefðum líka geta fengið víti gegn Slóvakíu síðast og það virðist ekkert vera að detta með okkur eins og staðan er núna.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Segir að Maignan hafi tekið ákvörðun sjálfur

Segir að Maignan hafi tekið ákvörðun sjálfur
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Deco vorkennir fyrrum leikmanni Barcelona – Seldur eftir rúmlega eitt ár

Deco vorkennir fyrrum leikmanni Barcelona – Seldur eftir rúmlega eitt ár
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Staðfesta komu Edu sem mun sjá um öll félögin

Staðfesta komu Edu sem mun sjá um öll félögin
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Mbeumo að verða pirraður og Brentford er einnig farið að pirra sig

Mbeumo að verða pirraður og Brentford er einnig farið að pirra sig
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Liverpool búið að skella verðmiða á Darwin

Liverpool búið að skella verðmiða á Darwin
433Sport
Í gær

Bjarni fer yfir vonbrigðin og framhaldið – Hlustaðu á þáttinn hér

Bjarni fer yfir vonbrigðin og framhaldið – Hlustaðu á þáttinn hér
433Sport
Í gær

Staðfesta kaup á íslenska landsliðsmanninum – Kristian gerir fjögurra ára samning

Staðfesta kaup á íslenska landsliðsmanninum – Kristian gerir fjögurra ára samning
433Sport
Í gær

United gat fengið rúma 2 milljarða en Amorim vildi ekki sjá myndavélar Amazon á svæðinu

United gat fengið rúma 2 milljarða en Amorim vildi ekki sjá myndavélar Amazon á svæðinu
433Sport
Í gær

Furða sig á nafnavenjum Íslendinga

Furða sig á nafnavenjum Íslendinga