Julian Nagelsmann verður ekki næsti knattspyrnustjóri Paris Saint-Germain eins og búist var við um tíma.
Nagelsmann var rekinn frá PSG í vetur og var búist við að hann myndi taka við annað hvort Tottenham eða PSG.
Ekkert verður hins vegar úr því samkvæmt blaðamanninum virta Fabirizo Romano sem er með góða heimildarmenn.
Talið er að Thiago Motta, fyrrum leikmaður PSG og stjóri Bologna, fái tækifærið á næstu leiktíð.
Christophe Galtier er núverandi stjóri franska stórliðsins en hann verður rekinn á allra næstu dögum.