fbpx
Miðvikudagur 24.desember 2025
433Sport

Jón Dagur um næsta verkefnið: ,,Það verður ekkert mál“

Victor Pálsson
Laugardaginn 17. júní 2023 21:46

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska karlalandsliðið er í vondum málum í undankeppni EM eftir leik við Slóvakíu á Laugardalsvelli í kvöld.

Um var að ræða þriðja leik Íslands í riðlakeppninni en áður var leikið við Bosníu og Liechtenstein.

Leikurinn gegn Bosníu tapaðist 3-0 en í kjölfarið unnum við Liechtenstein sannfærandi 7-0 á útivelli.

Jón Dagur Þorsteinsson ræddi 2-1 tap Íslands við 433 eftir lokaflautið í kvöld og var svekktur eins og aðrir leikmenn Íslands.

,,Við sköpuðum okkur nóg af færum og bara nýttum þau ekki sem var lykil munurinn,“ sagði Jón Dagur.

,,Stemningin var súr. Við spiluðum fínan fótbolta og gerðum nóg til að vinna leikinn en svona er þetta.“

Vængmaðurinn ræddi svo það að missa fyrirliðann Aron Einar Gunnarsson í upphitun og að mæta stórliði Portúgals næsta þriðjudag og virkar vongóður.“

,,Það fer kannski smá í hausinn á mönnum þegar við nýtum ekki færin okkar. Auðvitað er högg að missa Aron en það kemur maður í manns stað og við tækluðum það mjög vel.“

,,Það er ekkert mál, það er aftur á þriðjudaginn bara,“ segir Jón Dagur um leikinn við Portúgal.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Myndband: Lenti á hálsinum og missti meðvitund eftir mikla dramatík undir lokin – Stálheppinn að hafa ekki meiðst alvarlega

Myndband: Lenti á hálsinum og missti meðvitund eftir mikla dramatík undir lokin – Stálheppinn að hafa ekki meiðst alvarlega
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Hugsanlegur slagur milli Real Madrid og Manchester City næsta sumar

Hugsanlegur slagur milli Real Madrid og Manchester City næsta sumar
433Sport
Í gær

Slot: „Þetta eru mikil vonbrigði“

Slot: „Þetta eru mikil vonbrigði“
433Sport
Í gær

Vilja stela Johnson fyrir framan nefið á Palace

Vilja stela Johnson fyrir framan nefið á Palace
433Sport
Í gær

Þetta eru leikirnir sex sem Bruno Fernandes missir af

Þetta eru leikirnir sex sem Bruno Fernandes missir af
433Sport
Í gær

Saka hann um að nota lyf sem enginn annar hefur efni á – ,,Lítur ekki út fyrir að vera heilbrigt“

Saka hann um að nota lyf sem enginn annar hefur efni á – ,,Lítur ekki út fyrir að vera heilbrigt“
433Sport
Í gær

Arteta viðurkennir að hann sé ekki of öruggur í starfi

Arteta viðurkennir að hann sé ekki of öruggur í starfi