fbpx
Laugardagur 06.september 2025
433Sport

Jón Dagur um næsta verkefnið: ,,Það verður ekkert mál“

Victor Pálsson
Laugardaginn 17. júní 2023 21:46

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska karlalandsliðið er í vondum málum í undankeppni EM eftir leik við Slóvakíu á Laugardalsvelli í kvöld.

Um var að ræða þriðja leik Íslands í riðlakeppninni en áður var leikið við Bosníu og Liechtenstein.

Leikurinn gegn Bosníu tapaðist 3-0 en í kjölfarið unnum við Liechtenstein sannfærandi 7-0 á útivelli.

Jón Dagur Þorsteinsson ræddi 2-1 tap Íslands við 433 eftir lokaflautið í kvöld og var svekktur eins og aðrir leikmenn Íslands.

,,Við sköpuðum okkur nóg af færum og bara nýttum þau ekki sem var lykil munurinn,“ sagði Jón Dagur.

,,Stemningin var súr. Við spiluðum fínan fótbolta og gerðum nóg til að vinna leikinn en svona er þetta.“

Vængmaðurinn ræddi svo það að missa fyrirliðann Aron Einar Gunnarsson í upphitun og að mæta stórliði Portúgals næsta þriðjudag og virkar vongóður.“

,,Það fer kannski smá í hausinn á mönnum þegar við nýtum ekki færin okkar. Auðvitað er högg að missa Aron en það kemur maður í manns stað og við tækluðum það mjög vel.“

,,Það er ekkert mál, það er aftur á þriðjudaginn bara,“ segir Jón Dagur um leikinn við Portúgal.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Fundaði með Guehi eftir rússíbanann með Liverpool

Fundaði með Guehi eftir rússíbanann með Liverpool
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Vilja gera við hann samning svo hann klári ferilinn í Bítlaborginni

Vilja gera við hann samning svo hann klári ferilinn í Bítlaborginni
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Hrósar Íslandi og hefur áhyggjur af sínum mönnum

Hrósar Íslandi og hefur áhyggjur af sínum mönnum
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Jón Dagur: „Þú mátt kalla þetta það sem þú vilt“

Jón Dagur: „Þú mátt kalla þetta það sem þú vilt“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Stjarna Chelsea ældi á miðjan völl í nótt eftir harkalegt samstuð við leikmann Arsenal – Sjáðu atvikið

Stjarna Chelsea ældi á miðjan völl í nótt eftir harkalegt samstuð við leikmann Arsenal – Sjáðu atvikið
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Mikill áhugi í Sádí Arabíu á Maguire sem er klár í að skoða málið

Mikill áhugi í Sádí Arabíu á Maguire sem er klár í að skoða málið
433Sport
Í gær

Faðir landsliðsmanns fer mikinn á Facebook – Hjólar í bæði Arnar Gunnlaugs og Ólaf Inga

Faðir landsliðsmanns fer mikinn á Facebook – Hjólar í bæði Arnar Gunnlaugs og Ólaf Inga
433Sport
Í gær

Sigurður Þór ráðinn þjálfari Fylkis til næstu ára

Sigurður Þór ráðinn þjálfari Fylkis til næstu ára